Ársfundur fagdeildar um forystu í hjúkrun fór fram hjá Icepharma þann 16. október, með frábærri þátttöku, þar sem um 60 manns mættu á fundinn.
Dagskráin innihélt áhugaverða fyrirlestra og var fjölbreyttur hópur heilbrigðisstarfsfólks á staðnum. Hjörtur Gunnlaugsson og Helga Sigurjónsdóttir kynntu starfsemi Icepharma og heilbrigðissviðsins, auk þess sem nýjustu tæknilausnir Icepharma Velferð voru kynntar.
Þátttakendur sýndu mikinn áhuga og við erum mjög ánægð með góðar kynningar, frábæran dag og ljúffengan mat frá Vikingapylsur.