Icepharma tekur þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera
Þann 23. maí síðastliðinn tók Icepharma þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera. Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri.
Hjörtur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri á heilbrigðissviði Icepharma, hélt þar erindi um velferðartækni og hvernig Icepharma er leiðandi í velferðartæknilausnum sem auka gæði þjónustu ásamt því að spara kostnað og minnka álag á starfsfólk í heilbrigðiskerfinu.
Hér að neðan er hægt að horfa á erindi Hjartar frá Nýsköpunardeginum.