Evondos sjálfvirkur lyfjaskammtari
Evondos lyfjaskammtarinn er í notkun hjá flestum heilbrigðisumdæmum á Íslandi.
Evondos veitir lyfjaskömmtunarþjónustu í gegnum lyfjaskammtara Evondos , og er leiðandi í sjálfvirkri lyfjaskömmtun í Evrópu. Með yfir 600 umönnunarstofnanir og sveitarfélög sem viðskiptavini á Norðurlöndum og í Hollandi, ber Evondos ábyrgð á réttum afgreiðslum tugmilljóna lyfjapoka á hverjum degi.
Sjálfvirka lyfjaskömmtunarkerfið (AMD) er hannað til að mæta þörfum heimahjúkrunar og aldraðra, og eykur öryggi, sjálfstæði og heilsu notenda. Þjónustan notar forpakkaða lyfjapoka frá apótekum og minnir skjólstæðinga á að taka lyfin sín á réttum tíma, veitir leiðbeiningar og virkar sem læstur lyfjaskápur.
Einstaklingar í heimahjúkrun eða heimaþjónustu geta haft samband við sinn þjónustuaðila um að fá Evondos lyfjaskammtara.
Qwiek.up hljóð og mynd upplifun
Qwiek er skjávarpi sem nýttur er til að bæta upplifun og vellíðan einstaklinga á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum og á öðrum umönnunarstofnunum.
Skjávarpinn býður upp á róandi myndskeið með hljóði sem hjálpa til við að draga úr streitu og kvíða skjólstæðinga og veitir hugarró og afþreyingu.
Oiva Health skjáþjónusta
Oiva Health er fyrirtæki sem býður upp á stafrænar heilsu- og umönnunarlausnir til að bæta lífsgæði notenda og einfalda starfsemi heilbrigðisstarfsfólks.
Með höfuðstöðvar í Finnlandi, miðar Oiva Health að því að veita nútímalega og skilvirka þjónustu með stafrænum lausnum. Með öruggum skjáheimsóknum og fjarheilbrigðisþjónustu er hægt að veita skilvirka þjónustu fyrir sívaxtandi hóp einstaklinga sem þurfa á þjónustu að halda
IntelligentCare öryggislausnir
Intelligent Care er ætlað fyrir stofnanir til að auka öryggi sinna skjólstæðinga.
IntelligentCARE býður þráðlausar kallkerfis- og öryggislausnir fyrir hjúkrunarheimili og búsetukjarna. IntelligentCARE er notað af yfir 150.000 notendum daglega. Kerfið er 100% skýjalausn og er auðvelt í notkun.
Lausnir IntelligentCARE bæta öryggi og vellíðan með því að samþætta alla öryggisþætti, læsingar og velferðartækni, í eitt kerfi sem veitir starfsfólki góða yfirsýn. Allar tilkynningar berast í gegnum appið og því auðvelt fyrir meðferðaraðila að bregðast við á réttum tíma. IntelligentCare býður meðal annars upp á öryggishnappa, aðgangsstýringar, skynjara og eldvarnartilkynningar. Kerfið er auðvelt í uppsetningu, sveigjanlegt og krefst lítils viðhalds.
Phoniro lyklalaus aðgengi
Phoniro snjall –lásar eru í notkun hjá heilbrigðisumdæmum eða sveitarfélögum.
Phoniro býður upp á snjall-lása og snjall-lyfjaskápa sem bjóða upp á 100% lyklalausa heimaþjónustu og búsetuúrræði. Með Phoniro geta aðeins samþykktir starfsmenn opnað hurðir og lyfjaskápa með appi í síma, sem tryggir örugga og skilvirka aðgangsstýringu.
Kerfið skráir heimsóknir starfsfólks og býður þannig upp á rekjanleika og veitir upplýsingar um starfsmann og viðveru starfsmanns. Óviðkomandi aðilar komast hvorki inn til einstaklingsins eða í lyf viðkomandi.
Lausnirnar henta fyrir íbúðarhús, fjölbýlishús, og önnur almenningsrými. Þessi tækninýjung eykur öryggi, dregur úr lyklaumsýslu og tryggir hærra þjónustustig.
TurnAll sjálfvirkt snúningskerfi
Levabo ApS er fjölskyldurekið fyrirtæki í Skanderborg, Danmörku, sem hefur starfað í yfir 10 ár og þróað fyrirbyggjandi lausnir og meðferðarvörur fyrir þrýstingssár. Lausnirnar eru þróaðar í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk með áherslu á nýsköpun, sjálfbæra þróun og þarfir notenda.
Levabo býður upp á vörur eins og sjálfvirk snúningskerfi, stuðningspúða og þrýstingsléttandi dýnur sem eru notaðar á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum.
- TurnAll® kerfið frá Levabo snýr sjúklingum sjálfkrafa í 30 gráðu hliðarlegu án inngrips, minnkar líkur á snúnings- og núningsmeiðslum, sparar tíma fyrir heilbrigðisstarfsfólk og verndar það gegn álagsmeiðslum. Kerfið er þægilegt og hljóðlátt fyrir notendur.
- Niðurgreitt af Sjúkratryggingum Íslands fyrir einstaklinga í heimahúsi. Til að fá niðurgreiðslu þarf meðferðaraðili að sækja um og fylla út BRADEN skalan.
Wear&Care skynjari
Wear&Care er í notkun inn á stofnunum til að auka gæði þjónustu skjólstæðinga og miðar að því að bæta lífsgæði þeirra fjölmörgu sem þjást af þvagleka, sem og vinnuumhverfi umönnunaraðila.
Skynjaratækni Wear&Care gerir öll stykki að snjalltækjum og bætir þvaglekameðferð en töluverður hluti umönnunarstarfs í dag fer að sinna þvaglekavandamálum. Skynjaratækni Wear&Care gerir kleift að fylgjast með stykkjum og hjálpar umönnunaraðilum að skipta um þau á réttum tíma. Þetta dregur úr þeim tíma sem fer í óþarfa skipti og í hreinsun vegna leka.
Umönnunaraðilar geta á einfaldan hátt fylgst með þvagmynstri skjólstæðinga og þannig veitt betri umönnun.
Baðherbergis- og eldhúslausnir frá Ropox
Ropox býður upp á ýmsar lausnir fyrir baðherbergi. Vöruframboð þeirra stendur meðal annars af hæðarstillanlegum vöskum og klósettum, speglum, bað- og sturtulausnum sem auka aðgengi og sjálfstæði notenda.
Eldhúslausnir Ropox eru hannaðar til að auka sjálfstæði og aðgengi í eldhúsinu. Með hæðarstillanlegum eldhússkápum og borðum geta notendur auðveldlega aðlagað eldhúsið að sínum þörfum, hvort sem þeir sitja eða standa.
Ropox er danskt fyrirtæki sem leggur áherslu á að bæta lífsgæði eldri borgara og fatlaðra með sérhannaðri velferðartækni sem auðvelt er að aðlaga að þörfum hvers og eins.
Baðherbergislausnir
Ropox býður upp á ýmsar lausnir fyrir baðherbergi. Vöruframboð þeirra stendur meðal annars af hæðarstillanlegum vöskum og klósettum, speglum, bað- og sturtulausnum sem auka aðgengi og sjálfstæði notenda.
Eldhúslausnir
Eldhúslausnir Ropox eru hannaðar til að auka sjálfstæði og aðgengi í eldhúsinu. Með hæðarstillanlegum eldhússkápum og borðum geta notendur auðveldlega aðlagað eldhúsið að sínum þörfum, hvort sem þeir sitja eða standa.
Eining býður Ropox upp á þjálfunareldhús sem eru hönnuð til að aðstoða fólk við endurhæfingu eftir heilablóðfall, heila- eða mænuáverka. Þessi eldhús eru með rafdrifnum hæðarstillingum fyrir vinnusvæði, sem gerir notendum kleift að vinna við bestu mögulegu hæð, hvort sem þeir sitja eða standa.
Sidly Vital Care – neyðar- og fjarheilbrigðisúr
Sidly Vital Care úrið er önnur útgáfa af Sidly fjarheilbrigðis úlnliðsböndum sem þeir framleiða. Sidly Vital Care er líkt og Sidly Care Pro er Class 2a lækningatæki sem býður upp á háþróaðar heilsuvaktanir. Það fylgist stöðugt með lífsmörkum, varar umönnunaraðila fljótt við hvers kyns vandamálum og/eða breytingum og inniheldur fallskynjara. Hentar til notkunar innanhúss, sem og utan, Sidly býður upp á tvíhliða samskipti og nákvæmar mælingar, sem tryggir öryggi og sjálfstæði notanda.
- GPS & AGPS staðsetning
- Hjartsláttarmæling
- Súrefnismettun
- Lyfja ámmining
- Tími og dagsetning