Við hjá Icepharma Velferð erum afar ánægð með viðtökurnar við ráðstefnunni okkar, Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, sem haldin var á Grand Hóteli í 9. janúar síðastliðinn. Ráðstefnuna sóttu um 170 fagaðilar sem fengu tækifæri til að hlýða á fjölbreytta og áhugaverða fyrirlesara sem ræddu meðal annars um lausnir sem geta bæði létt álagi á starfsfólki og bætt þjónustu við notendur.
Við teljum mikilvægt að skapa vettvang fyrir samtal og lausnir sem geta mætt áskorunum heilbrigðiskerfisins og vonumst til að ráðstefnan hafi veitt innblástur og hagnýtar hugmyndir fyrir framtíðina. Við þökkum öllum sem mættu og tóku þátt.