Icepharma Velferð fór á áhugaverða og vel sótta Velferðartæknimessu í boði Hátinds 60+ og Fjallabyggðar.

Messan fór fram á Ólafsfirði að þessu sinni og var opinn öllum.
Gaman var að sjá hversu mikið er að gerast í heimi velferðartækni á íslandi, en á Velferðartæknimessunni voru 9 fyrirtæki með ýmsar lausnir fyrir heilbrigðisgeirann. Allt frá vel þekktum lausnum yfir í algerar nýjungar.

Icepharama Velferð hélt á samt fleitum örkynningu á snjall- og velferðartæknilausnunum okkar sem auðvelda sjálfstæða búsetu í heimahúsi sem og lausnir sem nýtast stofnunum og stærri skipulgsadeildum, líkt og sveitafélögum og félagsþjónustum.