Icepharma Velferð var með erindi á Sjónaukanum á Akureyri dagana 15-16. Maí.

Sjónaukinn er árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri og er haldin á hverju ári.

Þemað Sjónaukans í ár var Nýsköpun: Tækifæri og áskoranir og því ekki úr vegi að við létum sjá okkur þar.

Þar sem Velferðartækni snýst um að nýta tækninýjungar til að bæta velferð og heilsu fólks, bæta þjónustu við notendur og auka skilvirkni heilbrigðiskerfa.

Við ræddum meðal annars um snjalltæki og forrit sem fylgjast með heilsufarslegum þáttum og lyfjagjöfum hjá einstaklingum sem hjálpar einstaklingum að stjórna sinni eiginn heilsu betur.

Með aukinni velferðartækni innan heilbrigðisgeirans er möguleiki á að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að fylgjast með ástandi fólks án þess að þau þurfi að leggjast inn á sjúkrahús eða mæta oft á heilsugæslu.

Nýsköpun á þessu sviði gengur út á að þróa og innleiða tæknilausnir sem bæta lífsgæði, gera heilbrigðisþjónustu skilvirkari og tryggja að fólk fái betri og persónulegri meðferð.

Við hjá Icepharma Velferð fylgjumst vel með nýsköpun á þessu sviði og gerum okkar allra besta til að innleiða lausnir hingað til lands sem sannað hafa gildi sitt erlendis og geta bætt heilbrgisðigþjónustuna á ísalndi svo um munar.