
Yfir 100.000 skammtar afhentir
Á annað hundrað þúsund lyfjaskammtar hafa verið afhentir með sjálfvirka lyfjaskammtaranum frá Evondos hér á landi. Tvö ár eru liðin frá því að fyrstu lyfjaskammtararnir fóru inn á einkaheimili og hafa nú þegar yfir tvö hundruð einstaklingar nýtt sér þjónustuna á Íslandi með frábærum árangri.