Icepharma
Velferðartækni hjá Icepharma
Velferðartæknideild Icepharma
Við sérhæfum okkur í velferðartækni og viljum leggja okkar lóð á vogarskálar heilbrigðis- og velferðarsamfélagsins. Okkar starfsfólk býr yfir sérþekkingu á íslensku heilbrigðiskerfi og áralanga reynslu af velferðartækni.
Heilsu- og velferðarsamfélag eins og við þekkjum er að breytast og mun taka stökkbreytingum á næstu árum. Tækniframfarir og öldrun íbúa mun líklega gegna megin hlutverki í mótun þessarar framtíðar.
Við ætlum að vera leiðandi aðili að mótun heilsu- og velferðarsamfélag framtíðarinnar og skapa okkur sérstöðu. Setja heilsu og velferð einstaklinga í forgrunn þar sem við munum leggja áherslu á þrjár stoðir sem munu skipta sköpun í framtíð heilsu og velferðarsamfélags; tækniframþróun, öldrun þjóðar og heilsueflingu.