Öldrun þjóðar 

Breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar mun gera auknar kröfur til heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þegar þjóðin eldist eykst eftirspurnin eftir umönnunaraðstoð og þjónustu verulega, sem leiðir til aukins álags á heilbrigðiskerfið. Við vitum að á sama tíma og þjóðin er að eldast mun fækka í hópi þeirra sem geta veitt þessum hópi nauðsynlegu þjónustu. Í þessu samhengi mun velferðartækni leika lykilhlutverk í að styðja við og viðhalda framtíðar heilbrigðiskerfi, þar sem tæknin býður upp á nýjar lausnir til að mæta þessum vaxandi þörfum.

Fjarheilbrigðisþjónusta í formi skjáheimsókna og myndsímtala spilar stór hlutverk við að viðhalda félagslegum tengslum þeirra sem eru einangraðir eru, en einnig til þess að bæta aðgengi að heilbrigðis- og læknisþjónustu óháð búsetu. Myndsímtöl geta einnig aukið skilvirkni í kerfinu og sparað ekki aðeins tíma heilbrigðisstarfsfólks heldur einnig einstaklinganna sem nýta sér þessa þjónustu.
Fjarmælingar spila jafnframtstórt hlutverk í þessu samhengi, þar sem þær gerir einstaklingum kleift að fylgjast með lífsmörkum og heilsufarsástandi frá eigin heimili eða vinnustað. Ef upp koma breytingar á heilsufarsástandi, getur búnaðurinn sent viðvörun til umönnunaraðila eða læknis sem getur brugðist við strax og þar með mögulega forðað frá innlögn eða heilsufarsskaða.

Ef horft er til enn annars þáttar sem nú þegar hefur sýnt gildi sitt hér á landi er það sjálfvirk lyfjaskömmtun. Sjálfvirkir lyfjaskammtarar auka sjálfstæði einstaklinga, bætir gæði lyfjagjafar og stuðlar að meðferðarheldni. Ef einstaklingur gleymir að taka inn lyf eða eitthvað ábótavant á sér stað varðandi lyfjagjöf sendir lyfjaskammtarinn ábendingu á ummönnunaraðila að lyf séu ekki enn tekin þannig að brugðist sé rétt við ef einstaklingur fylgir ekki fyrirmælum lyfjagjafar. Rétt lyfjagjöf og á réttum tíma er forsenda þess að halda niðri sjúkdómum, viðhalda heilsu eða sem meðferð við heilsufarsáskorunum.

Að lokum geta ýmsir skynjarar aukið öryggi og einfalda líf íbúa, til dæmis með sjálfvirkum hurðum, ljósabúnaði og öryggisskynjurum. Þessi tækni getur spilað stórt hlutverk í að gera eldri borgurum kleift að búa lengur sjálfstætt á eigin heimili, meðan á sama tíma dregur úr álagi á heilbrigðiskerfið. Velferðartækni mun því ekki aðeins aðstoða heilbrigðiskerfið í heild sinni heldur einnig styðja við athafnir daglegs lífs ásamt því að styðja við sjálfstæða búsetu eldra fólks.