Heimahjúkrun HSN á Akureyri hefur náð merkilegum áfanga með því að hafa gefið 50.000 lyfjaskammta með aðstoð Evondos lyfjaskammtara.
Notkun lyfjaskammtaranna hefur gert heimahjúkrun kleift að draga úr lyfjainnlitum hjá skjólstæðingum sínum, á sama tíma og tryggt er að vel sé staðið að lyfjagjöfum og umsjón með skjólstæðingum. Með tilkomu Evondos lyfjaskammtaranna hefur meðferðarheldni hjá skjólstæðingum HSN heimahjúkrunar náð 99,4% að meðaltali, og hjúkrunarfræðingar hafa meiri tíma til að sinna öðrum verkefnum.
Við fórum norður til að fagna þessum árangri með þeim og færðum starfsfólkinu köku í tilefni dagsins. HSN heimahjúkrun getur verið stolt af öflugu og faglegu starfsfólki sínu sem hefur fljótt aðlagast breyttum vinnuaðferðum með tilkomu lyfjaskammtaranna.